á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
Jahá... nú geta jólin alveg farið að láta sjá sig .... Við Gústi erum næstum búin með allar jólagjafirnar. Í dag keypti ég svo fleirri jólakort og jólapappír þannig að næsta mál á dagskrá er að pakka og skrifa jólakort. Við kláruðum á laugardaginn að kaupa síðust jólagjafirnar sem eiga að fara úr landi .... eigum bara jólagjafirnar handa hvort öðru eftir. En vitið hvað Það kom smá hvítt úr loftinu á laugardaginn og í morgun var slapp og svo bara rigning. Annars var helgin bara fín. Ég þurfti reyndar að gera tölvuverkefnið aftur og hafði bara helgina. Það er bara þetta með Access sem ég er ekki alveg að ná. Ætli vandamálið sé ekki það að ég sé bara ekki tilganginn við að læra á Access nema fyrir sjálfan mig! Ég skil vel að ég þurfi að vita hvað ég er að gera í Word og Excel og jafnvel í Power Point en Access! Það verður örugglega einhver sem setur saman fyrir mig forit og svoleiðis ef ég þarf á því að halda. Jæja ég er að fara sofa ég þarf að taka strætó fyrir allar aldir í fyrramálið (það er sko eins gott að kennarinn mætir) eða klukkan 7:15! Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|